Beint í efni

Sala á próteingrunni 117,4 milljónir lítra

05.07.2010

Eftir maímánuð sl. var 12 mánaða sala á próteingrunni 117,4 milljónir lítra (+1,04%), á fitugrunni var salan 115,4 milljónir lítra (+2,41%). Undanfarna þrjá mánuði hefur salan hins vegar gengið heldur rólega og er samdráttur í flestum flokkum mjólkurafurða, fyrir utan ost en þar hefur sala gengið vel.