Beint í efni

Sala á próteingrunni 116,5 milljónir lítra

31.05.2008

Sala mjólkuafurða undanfarna 12 mánuði hefur gengið ágætlega. Hjá samlögum innan vébanda SAM er sala á próteingrunni 116.483.034 lítrar og hefur hún aukist um 2,2% á tímabilinu. Fitusalan er áfram á fljúgandi ferð, síðasta árið nemur hún 110.599.890 lítrum sem er aukning um 4,8%. Munur á prótein- og fitusölu hefur ekki verið svo lítill um ára bil og eru ekki mörg ár síðan hann var yfir 10 milljónir lítra.

Aukning er í öllum vöruflokkum, nema drykkjarmjólk og skyri. Ostar sýna mesta aukningu, 6,9% og viðbitið kemur þar á eftir með 6,1% söluaukningu, þar af er 9,7% aukning í sölu á smjöri.