Beint í efni

Sala á próteingrunni 116,5 milljónir lítra

24.05.2009

Aprílyfirlit SAM yfir framleiðslu og sölu mjólkurafurða liggur nú fyrir. Þegar litið er til þróunar síðustu 12 mánaða má sjá að sala á próteingrunni er 116.536.568 lítrar sem er óveruleg aukning frá fyrra ári, 0,13%. Sala á fitugrunni er 112.777.228 lítrar og er það aukning um 1,76%. Enn dregur því saman með sölu á fitu og próteini.

Þegar litið er til einstakra flokka, þá er mjólkurflokkurinn með aukningu upp á 5,5%. Munar þar mest um mjólk til iðnaðarnota, sá flokkur er orðinn 2,6 milljónir lítra og fer nokkuð ört vaxandi. Jógúrtflokkurinn er í verulegum samdrætti, 21,4% á síðustu 12 mánuðum. Miðað við þessar tölur og þróun sölunnar undanfarna mánuði má fastlega búast við samdrætti í greiðslumarki næsta árs. Líklegt má telja að sá samdráttur verði á bilinu 2-3 milljónir lítra.