Sala á próteingrunni 115,6 milljónir lítra
19.02.2013
Samkvæmt nýútkomnu söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala á próteingrunni 115,6 milljónir lítra undanfarna 12 mánuði. Það er 1,8% aukning miðað við árið á undan. Sala á fitugrunni sl. 12 mánuði er 114,5 milljónir lítra, sem er 2,8% aukning sé tekið mið af árinu þar á undan.
Á því 12 mánaða tímabili sem hér um ræðir, 1. febrúar 2012 til 31. janúar 2013 er söluaukning í öllum vöruflokkum nema drykkjarmjólk, þar er lítils háttar samdráttur. Smjörið heldur áfram að gera það gott, undanfarið ár hefur sala á því aukist um ríflega 10%.
Heildar innvigtun mjólkur á tímabilinu er sléttar 125 milljónir lítra, sem er óbreytt frá árinu áður. /BHB