Sala á próteingrunni 114,5 milljónir lítra
17.08.2012
Samkvæmt nýju yfirliti SAM um framleiðslu og sölu mjólkurafurða, er sala á próteingrunni 114,5 milljónir lítra á tímabilinu ágúst 2011-júlí 2012. Það er aukning um 0,5% frá árinu á undan. Sala á fitugrunni á sama tímabili er 112,4 milljónir lítra, sem er aukning um 1,5% frá árinu á undan. Próteinsalan er nú orðin jöfn greiðslumarkinu, sem er mjög ánægjulegt./BHB