Sala á próteingrunni 114,3 milljónir lítra – innvigtun aldrei verið meiri
26.07.2012
Samkvæmt nýútkomnu bráðabirgðayfirliti SAM yfir framleiðslu og sölu mjólkurafurða í júní 2012, er sala á próteingrunni 114,3 milljónir lítra sl. 12 mánuði. Það er samdráttur um 0,5%. Sala á fitugrunni á sama tímabili er 112,1 milljón lítra, sem er aukning um 0,7%. Sala á nýmjólk og léttmjólk hefur dregist saman um 4% á síðasta ári, á meðan sala á fjörmjólk hefur aukist um rúmlega þriðjung á sama tímabili. Söluaukninguna má án efa rekja til þess að fjörmjólkin var sett í nýjar umbúðir með skrúfuðum tappa fyrir réttu ári, einnig hefur verið talsverð umræða um neyslu á D-vítamíni, sem bætt er í fjörmjólkina.
Innvigtun mjólkur sl. 12 mánuði er 127,1 milljón lítra, sem er aukning um 4%. Hefur innvigtunin aldrei áður verið meiri á 12 mánaða tímabili. Meðal innvigtun á bú er nú orðin tæplega 190.000 lítrar sem einnig er meira en nokkru sinni./BHB