Beint í efni

Sala á próteingrunni 114 milljónir lítra

28.06.2011

Samkvæmt söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala á próteingrunni 114.058.820 lítrar sl 12. mánuði (júní ’10 til maí ’11), sem er samdráttur um 1,59% frá árinu á undan. Sala á fitugrunni á sama tímabili er 110.199.581 ltr, sem er 1,11% samdráttur. Greiðslumark yfirstandandi árs er 116 milljónir lítra. Afar ólíklegt má telja að það verði óbreytt á næsta ári, til þess að svo megi verða þarf salan að aukast talsvert frá því sem nú er.