Sala á próteingrunni 113,7 milljónir lítra
16.11.2011
Samkvæmt októberyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala á próteingrunni sl. 12 mánuði 113,7 milljónir lítra, það er 0,7% samdráttur. Sala á fitugrunni er rétt tæpar 111 milljónir lítra, sem er aukning um þriðjung úr prósenti. Um 3% samdráttur er í sölu á drykkjarmjólk á tímabilinu, þá er lítils háttar samdráttur í skyrsölu. Um og yfir 3% aukning er í sölu á rjóma, viðbiti og osti. Nýlega var tekin ákvörðun um að greiðslumark ársins 2012 skyldi verða 114,5 milljónir lítra, salan er því nokkuð undir þeim væntingum sem þar voru gerðar./BHB