Beint í efni

Sala á próteingrunni 113,6 milljónir lítra

30.04.2007

Samkvæmt yfirliti frá SAM um sölu á mjólkurvörum er sala á próteingrunni sl. 12 mánuði 113,6 milljónir lítra og hefur aukist um 0,6%. Sala á fitugrunni er 105,1 milljón lítra og hefur aukist um 3,8% á árinu.  

Sala gengur misjafnlega eftir vöruflokkum. Aukningin er langmest í viðbiti, 7,8% og einnig er mjög ánægjuleg þróun í ostinum, þar sem söluaukning er 5,2%. Mjólkurflokkurinn sýnir aukningu upp á þriðjung úr prósenti. Jógúrt og skyrdrykkir gefa eftir í sölu, en viðsnúningur sýnist vera í sölu á skyri, þar er síðasti ársfjórðungur að sýna aukningu í sölu upp á 2,3% en samdráttur hefur verið í skyrsölu á síðasta ári. Í þessum tölum er Mjólka ehf. ekki meðtalin vegna skorts á upplýsingum.