Sala á prótein- og fitugrunni um 116 milljónir lítra
23.05.2013
Samkvæmt nýútkomnu söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala sl. 12 mánuði sléttar 116 milljónir lítra á próteingrunni, aukning um 1,9% og 115,8 milljónir lítra á fitugrunni, sem er aukning um 3,7%. Innvegin mjólk á tímabilinu maí 2012 til apríl í ár var 124,1 milljón lítra. Það er samdráttur um 1,7%.
Af einstökum vöruflokkum er einna mest söluaukning á smjöri, 11%. Sala á smjöri á ársgrundvelli nálgast nú 1.000 tonn en fyrir sjö árum, árið 2006, var árssalan á smjöri rúmlega 650 tonn. Aukningin á tímabilinu er nálægt 50%./BHB