Beint í efni

Sala á nautgripakjöti í júní svipuð og í fyrra

20.07.2004

Nú liggja fyrir nýjar tölur um framleiðslu og sölu nautgripakjöts í júní. Salan í júní nam 310 tonnum m.v. 312 tonn í fyrra en hlutfall ungnautakjöts er þó mun hærra í ár. Framleiðslan í júní var mun meiri en árið 2003 og voru framleidd 315 tonn m.v. 292 tonn í fyrra og var töluverð aukning í fjölda slátraðra gripa á milli ára.

Sé litið til sl. 12 mánaða kemur í ljós að framleiðslan er meiri nú en fyrir ári síðan, en salan heldur minni eða sem nemur 18 tonnum eða 0,5%.

 

Nánar má lesa um framleiðslu og sölu nautgripakjöts með því að smella hér.