Beint í efni

Sala á nautgripakjöti eykst verulega

29.07.2002

Samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum sláturleyfishafa jókst sala á nautgripakjöti verulega sl. júní miðað við sama tíma í fyrra eða um 5,3%. Aukningin er fyrst og fremst í sölu á ungnautakjöti, en hlutfall ungnautakjöts var í júní 60% af seldu nautgripakjöti m.v. 52% á sama tíma í fyrra.

Söluaukning síðustu 12 mánuði

Síðustu 12 mánuði nam sala á nautgripakjöti 3.511 tonnum og er það 0,3% aukning frá sama tímabili árið áður. Af einstökum gæðaflokkum nautgripakjöts jókst sala á ungnautakjöti um 4,4%.

 

Holdablendingar í sókn

Síðustu 12 mánuði jókst sala á úrvals-ungnautakjöti um 40% og nam sala á úrvals-ungnautakjöti tæplega 8% af ungnautakjötssölu síðustu 12 mánaða. Holdablendingar (Galloway, Limósín og Aberdeen Angus) eru ekki flokkaðir sérstaklega, en allflestir blendingar lenda í úrvals-flokki þannig að ljóst er að hlutfall af sk. hágæða-nautakjöti er í mikilli sókn.