Beint í efni

Sala á nautakjöti eykst þrátt fyrir stórútsölur á öðru kjöti

23.09.2002

Nú liggja fyrir sölutölur nautakjöts í ágúst sl. og jókst salan miðað við sama tíma í fyrra um 2,2%. Sala nautgripakjöts sl. 12 mánuði var hinsvegar um 1% minni en 12 mánuði þar á undan og er skýringin fyrst og fremst fólgin í lítilli sölu í vetrarbyrjun 2001. Það sem af er þessu ári hefur salan gengið vel, þrátt fyrir verulegan samdrátt í fjölda gripa sem standa á bak við framleiðsluna.

 

Sjá nánar hér