Sala á mjólkurvörum í febrúar 2010
17.03.2010
Heildarsala á mjólkurvörum var svipuð í febrúar sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Samdráttur var í rjóma og jógúrt en lítils háttar aukning í osti, aðrir vöruflokkar eru í jafnvægi. Heildarsala á próteingrunni undanfarna 12 mánuði er 117,5 milljónir lítra (+1,06%), á fitugrunni er salan 115,2 milljónir lítra (+2,81%).