
Sala á mjólkurafurðum í járnum
17.02.2011
Samkvæmt söluyfirliti frá SAM var sala mjólkurafurða á próteingrunni 4% meiri í janúar sl. en í sama mánuði í fyrra, söludagar voru þó 5% fleiri nú en þá. Salan er því í járnum. Samdráttur er í drykkjarmjólk og skyri, viðbit og ostur eru í jafnvægi og smávegis aukning í rjóma. Sala á dufti var mun meiri en venja er, sem skýrist væntanlega af verðbreytingum þann 1. febrúar sl. Ef litið er til síðustu 12 mánaða er samdráttur í sölu á
próteingrunni 0,7%. Salan er alls 115,1 milljón lítra sem er nærri milljón lítrum undir greiðslumarki þessa árs. Það þarf því að ganga talsvert betur í sölunni næstu mánuði ef greiðslumarkið á að haldast óbreytt. 12 mánaða sala á fitugrunni stendur í stað milli ára, er nú 111,1 milljón lítra.