Beint í efni

Sala á lífrænum vörum eykst

09.04.2013

Samkvæmt nýlegri skýrslu IFOAM og FiBL er lífræn framleiðsla í nokkrum vexti þrátt fyrir að víða sé erfið staða á mörkuðum. Þetta er fjórtánda skýrsla samtakanna og er í henni fjallað um lífrænan landbúnað í öllum heiminum. IFOAM eru alþjóðasamtök um lífrænt vottaða landbúnaðarframleiðslu en FiBL er rannsóknamiðstöð um lífræna landbúnaðarframleiðslu.

 

Í skýrslunni kemur m.a. fram að alls 1,8 milljónir býla í 162 löndum eru með lífræna vottun og að árið 2011 hafi alls 37 milljónir hektara verið vottaðir til lífrænnar framleiðslu. Sala lífrænna vara jókst frá árinu 2010 til 2011 um 7% og hefur salan nú þrefaldast á 10 árum. Talið er að heildarsala lífrænna vara nemi nú um 63 milljörðum bandaríkjadollara/SS.