Beint í efni

Sala á kindakjöti í júlí 21,3% meiri en á sama tíma í fyrra

15.08.2008

Framleiðsla á kjöti í júlí var 1.557 tonn, nær óbreytt frá sama tíma í fyrra. Framleiðsla á nautakjöti jókst um 15,1% en framleiðsla á öðrum kjöttegundum dróst lítillega saman. Síðastliðna 12 mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 3,8%

Sala á kjöti í júlí var með besta móti, 9,1% meiri en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um 21,3% aukningu á sölu kindakjöts. Þá var sala nautgripakjöts 17% meiri en í júlí 2007 og 58,4% aukning í sölu hrossakjöts.

Innflutningur á kjöti frá áramótum til júní loka er orðin tæp 779 tonn. Mest hefur verið flutt inn af alifuglakjöti, 328 tonn sem er um 7,1% af heildarsölu miðað við tímabilið janúar til júní. Innflutningur á nautakjöti nemur hins vegar 10,2% af nautakjötssölu og á svínakjöti 5,8% af sölu./EB

Innflutt kjöt árið 2008
Tímabil janúar- júní
Nautakjöt    236.789
Alifuglakjöt   327.584
Svínakjöt   203.194
Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 11.208
Samtals      778.775

Bráðabirgðatölur um framleiðslu og sölu ýmissa búvara fyrir júlí 2008 má finna hér.