Sala á fitugrunni 134,7 milljónir lítra
20.06.2016
Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala á fitugrunni komin í 134,7 milljónir lítra undanfarna 12 mánuði. Það er aukning frá fyrra ári um 3,4%. Undanfarinn ársfjórðung (mars-maí 2016) er söluaukningin 3,5% miðað við sama tímabil fyrir ári. Sala á próteingrunni undanfarið ár er 125,2 milljónir lítra, sem er einnig 3,4% aukning frá árinu á undan. Ef litið er til síðasta ársfjórðungs er söluaukning á próteingrunni ríflega 5,5%. Innvegin mjólk undanfarna 12 mánuði er 152,2 milljónir lítra, sem er 11,5% aukning frá árinu á undan.
Fyrir réttu ári síðan var 12 mánaða sala á fitugrunni 130,3 milljónir lítra og 121,1 milljón lítra á próteingrunni. Fitusalan hefur því vaxið á einu ári um 4,4 milljónir lítra og söluaukning á próteini er 4,1 milljón lítra. Það nemur ársframleiðslu um 20 meðalbúa. 12 mánaða innvigtun mjólkur var 136 milljónir lítra í lok maí 2015./BHB