Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sala á fitugrunni 134,7 milljónir lítra

20.06.2016

Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala á fitugrunni komin í 134,7 milljónir lítra undanfarna 12 mánuði. Það er aukning frá fyrra ári um 3,4%. Undanfarinn ársfjórðung (mars-maí 2016) er söluaukningin 3,5% miðað við sama tímabil fyrir ári. Sala á próteingrunni undanfarið ár er 125,2 milljónir lítra, sem er einnig 3,4% aukning frá árinu á undan. Ef litið er til síðasta ársfjórðungs er söluaukning á próteingrunni ríflega 5,5%. Innvegin mjólk undanfarna 12 mánuði er 152,2 milljónir lítra, sem er 11,5% aukning frá árinu á undan.

 

Fyrir réttu ári síðan var 12 mánaða sala á fitugrunni 130,3 milljónir lítra og 121,1 milljón lítra á próteingrunni. Fitusalan hefur því vaxið á einu ári um 4,4 milljónir lítra og söluaukning á próteini er 4,1 milljón lítra. Það nemur ársframleiðslu um 20 meðalbúa. 12 mánaða innvigtun mjólkur var 136 milljónir lítra í lok maí 2015./BHB