Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sala á fitugrunni 133,8 milljónir lítra – próteinið sækir á

30.05.2016

Samkvæmt nýútkomnu söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, er sala mjólkurafurða á fitugrunni alls 133,8 milljónir lítra á sl. 12 mánuðum. Það er aukning um 2,7% frá árinu á undan. Sala á próteingrunni á sama tímabili (maí 2015-apríl 2016) er 124,1 milljón lítra og er það 2,1% aukning frá fyrra ári. Athygli vekur að á síðasta ársfjórðungi, (febrúar-apríl) er söluaukning á próteingrunni 5,6%, sem er talsvert meira en í fitunni, þar sem söluaukning á sama tímabili er 3,3%. Þar er helst fyrir að þakka góðum gangi í sölu á skyri og skyrdrykkjum, en aukningin í þeim flokki er um og yfir 20% á síðustu þremur mánuðum.

 

Innvigtun mjólkur sl. 12 mánuði losar 151 milljón lítra, sem er 11% aukning frá fyrra ári./BHB