Sala á fitugrunni 133,7 milljónir lítra
14.04.2016
Samkvæmt söluyfirliti SAM sem út kom í dag, er sala á fitugrunni undanfarna 12 mánuði (apríl 2015-mars 2016) komin í 133,7 milljónir lítra, það er aukning um 2,2% frá árinu á undan. Sala á próteingrunni á sama tímabili er 123,8 milljónir lítra, sem er aukning um 1,6% frá síðasta ári. Innvegin mjólk undanfarið ár er 149,9 milljónir lítra, sem er aukning um 10,4% frá árinu þar áður./BHB