Beint í efni

Sala á fitugrunni 133,6 milljónir lítra

21.03.2016

Samkvæmt nýútkomnu söluyfirliti samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala á fitugrunni 133,6 milljónir lítra á undanförnum 12 mánuðum. Það er aukning um 3,6% frá árinu á undan. Sala á próteingrunni á tímabilinu var 123,5 milljónir lítra, sem er aukning um 2,2%. Innvegin mjólk undanfarið ár er 148,6 milljónir lítra, sem er 10,2% aukning frá árinu áður./BHB