Beint í efni

Sala á fitugrunni 132,8 milljónir lítra

17.02.2016

Samkvæmt nýju söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, er sala á fitugrunni 132,8 milljónir lítra á undanförnum 12 mánuðum. Það er 2,9% aukning frá fyrra ári, en í janúar 2015 var fitusalan 129 milljónir lítra á ársgrunni. Sala á próteingrunni undanfarna 12 mánuði er 122,5 milljónir lítra sem er 1% aukning frá fyrra ári. Innvigtun mjólkur undanfarna 12 mánuði er 146,8 milljónir lítra./BHB