Beint í efni

Sala á fitugrunni 131,9 milljónir lítra

11.09.2015

Samkvæmt nýútkomnu söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, er sala á fitugrunni undanfarna tólf mánuði 131,9 milljónir lítra, það er aukning um 3,5% en við ákvörðun greiðslumarks fyrir yfirstandandi ár, var einmitt gert ráð fyrir 3,5% söluaukningu á fitugrunni. Sala á próteingrunni á sama tímabili var 121,7 milljónir lítra, sem er aukning um 0,9% frá sama tíma árið áður. Innvegin mjólk síðustu 12 mánuði er 140,9 milljónir lítra og er það 9,3% aukning frá árinu á undan./BHB