Sala á fitugrunni 131,8 milljónir lítra
17.11.2015
Samkvæmt söluyfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem gefið var út í sl. viku er sala á fitugrunni undanfarna 12 mánuði 131,8 milljónir lítra. Það er 2,4% aukning frá árinu á undan. Sala á próteingrunni á sama tímabili er 121,9 milljónir lítra, sem er aukning um 0,5% frá árinu á undan. Heildar innvigtun mjólkur undanfarna 12 mánuði er 143,3 milljónir lítra, sem er 8,7% aukning frá fyrra ári./BHB