Sala á fitugrunni 130,7 milljónir lítra
16.04.2015
Mjög góð sala var á mjólkurvörum í marsmánuði og er 12 mánaða sala (1. apríl 2014-31. mars 2015) á fitugrunni komin í tæplega 130,7 milljónir lítra. Það er 4,9% aukning miðað við árið á undan. Salan árið 2014 var tæpar 129 milljónir lítra. Sala á próteingrunni er 121,8 milljónir lítra undanfarna 12 mánuði, sem er aukning um 1,7% frá fyrra ári. Innvegin mjólk undanfarið ár er 135,7 milljónir lítra, sem er aukning um 9%. Athuga ber að salan miðast við staðlað efnainnihald mjólkur, en innvigtunin ekki. Páskarnir voru líka talsvert fyrr á ferðinni í ár en í fyrra og sala í aðdraganda þeirra átti sér að hluta til stað í mars sl. en var öll í apríl í fyrra./BHB