Sala á fitugrunni 117,5 milljónir lítra
27.08.2013
Yfirlit Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði yfir sölu mjólkurafurða í júlímánuði kom út í gær. Í því kemur fram að sala á fitugrunni sl. 12 mánið er komin í 117,5 milljónir lítra, aukning frá fyrra ári er 4,5%. Á sama tímabili var sala á próteingrunni 116,4 milljónir lítra, aukning frá fyrra ári er 1,6%. Haldi áfram sem horfir, standa líkur til þess að greiðslumark næsta árs aukist um 1-2 milljónir lítra, en greiðslumark yfirstandandi árs er 116 milljónir lítra. Innvigtun mjólkur síðustu 12 mánuði er 123,1 milljón lítra og hefur dregist saman um 3,3% frá fyrra ári./BHB