Beint í efni

Sala á erfaðbreyttum matvælum heimil í Evrópusambandinu

07.07.2003

Evrópusambandið hefur sett nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Í langan tíma hafa Bandaríkin og Evrópusambandið deilt fyrir dómstólum WTO (alþjóða viðskiptastofnunarinnar) um sölubann Evrópusambandsins á erfðabreyttum matvælum. Nú hefur Evrópusambandið gefið að hluta til eftir og verður hér eftir heimilt að selja slíkar vörur, en þær skal þó sérmerkja.

 

Um gríðarlega mikla viðskiptahagsmuni er að ræða fyrir ýmis bandarísk stórfyrirtæki sem mörg hver nota erfðabreytt korn við matvælaframleiðslu sína.

 

Ekki liggja fyrir upplýsingar um til hvaða ráðstafana verður gripið til hérlendis varðandi sölu á matvælum sem kunna að innihalda erfðabreytt hráefni.