Beint í efni

SAH og Norðlenska hækka afurðaverð til bænda

20.12.2021

Þann 13. desember sl. hækkuðu bæði SAH og Norðlenska verðskrár sínar í >250 kg flokki ungneyta.  SAH og Norðlenska hafa núna runnið saman og líkt og KS og Hella eru verðskrár þeirra nú samræmdar.  Það þýðir að áður fyrr fóru 3 flokkar t.d. í KU flokkun hjá SAH en nú hefur það verið samræmt í yfir og undir 200 kg. flokka.

Líkt og Kaupfélag Skagfirðinga gerði fyrr í þessum mánuði að þá hækkaðuðu fyrirtækin O skrokka og betri frá 7-9,4%, mest í O og svo lækkandi eftir því sem skrokkar verði betri.  Allir aðrir flokkar halda sér að því undanskildu að verðskrá SAH er núna eins og verðskrá Norðlenska, líkt og áður sagði.

Hefur verðskráin á síðunni okkar verið uppfærð og má finna hana með því að smella hér.

Þá má til viðbótar geta þess að Sláturfélag Suðurlands, SS, tilkynnti núna fyrir helgi að félagið hygðist greiða innleggjendum 5% álag ofan á allt innlegg sitt á árinu 2021.  Verðskrá SS hækkaði núna fyrr í haust og bætast þessar hækkanir við þá hækkun og jafnt á alla flokka.

Árinu virðist þannig ljúka að allar afurðarstöðvar hafa hækkað verðskrár sínar á árinu, B.Jensen í febrúar, SS í lok ágúst og hinir núna í desember. Það eru jákvæð tíðindi fyrir nautgripabændur að fara með inn í jólahaldið.