
SAH lækkar verð fyrir ungneyti og kýr
02.10.2020
Ný verðskrá tók gildi hjá SAH Afurðum í gær, 1. október. Verðlækkun er á P og O flokkum ungneyta í öllum þyngdarflokkum og öllum flokkum kúa. Aðrir flokkar standa óbreyttir. Nemur verðlækkun á t.d. UN P- undir 200 kg um 17,2 % og K P- undir 200 kg heilu 31%! Hér er um umtalsverða verðlækkun til bænda að ræða.
Ef miðað ef við eldri verðskrá SAH frá 1.2.2020 er breytingin eftirfarandi:
- UN <200 kg P-,P,P+ = 15,9-17,2% verðlækkun
- UN <200 kg O-,O,O+ = 4,8-5,2% verðlækkun
- UN 200-249 kg P-,P,P+ = 9-10% verðlækkun
- UN 200-249 kg O-,O,O+ = 0,6-0,7 % verðlækkun
- UN >250 P og O flokkar = 0,5-1,3% verðlækkun
- K <200 kg P-,P,P+ = 29-31% verðlækkun
- K <200 kg O-,O,O+ = 9-9,4% verðlækkun
- K >200 kg P-,P,P+ = 18,4-20% verðlækkun
Samkvæmt fyrirtækinu eru ástæður verðlækkunar há birgðastaða hakkefnis og verðþrýstingur vegna innflutnings á lágum aðflutningsgjöldum.
Er þetta þriðja verðlækkunin sem bændur fá á sig undanfarinn mánuð en áður höfðu KS og SS tilkynnt um lækkun hjá sér. Búið er að uppfæra verðskrár sláturleyfishafa hér á naut.is í samræmi við þessar breytingar. Þar geta bændur borið saman verðskrár allra sláturleyfishafa og hvetjum við eindregið til þess.