Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

SAH lækkar verð fyrir ungneyti og kýr

02.10.2020

Ný verðskrá tók gildi hjá SAH Afurðum í gær, 1. október. Verðlækkun er á P og O flokkum ungneyta í öllum þyngdarflokkum og öllum flokkum kúa. Aðrir flokkar standa óbreyttir. Nemur verðlækkun á t.d. UN P- undir 200 kg um 17,2 % og K P- undir 200 kg heilu 31%! Hér er um umtalsverða verðlækkun til bænda að ræða.

Ef miðað ef við eldri verðskrá SAH frá 1.2.2020 er breytingin eftirfarandi:

  • UN <200 kg P-,P,P+ = 15,9-17,2% verðlækkun
  • UN <200 kg O-,O,O+ = 4,8-5,2% verðlækkun
  • UN 200-249 kg P-,P,P+ = 9-10% verðlækkun
  • UN 200-249 kg O-,O,O+ = 0,6-0,7 % verðlækkun
  • UN >250 P og O flokkar = 0,5-1,3% verðlækkun
  • K <200 kg P-,P,P+ = 29-31% verðlækkun
  • K <200 kg O-,O,O+ = 9-9,4% verðlækkun
  • K >200 kg P-,P,P+ = 18,4-20% verðlækkun

Samkvæmt fyrirtækinu eru ástæður verðlækkunar há birgðastaða hakkefnis og verðþrýstingur vegna innflutnings á lágum aðflutningsgjöldum.

Er þetta þriðja verðlækkunin sem bændur fá á sig undanfarinn mánuð en áður höfðu KS og SS tilkynnt um lækkun hjá sér. Búið er að uppfæra verðskrár sláturleyfishafa hér á naut.is í samræmi við þessar breytingar. Þar geta bændur borið saman verðskrár allra sláturleyfishafa og hvetjum við eindregið til þess.