Beint í efni

SAH Afurðir greiðir nú lang hæsta verðið á Norðurlandi

08.06.2010

SAH Afurðir hefur nú hækkað verð til bænda fyrir nautgripaafurðir og greiðir eftir breytinguna lang hæsta verðið á Norðurlandi og næst hæsta verðið á landinu samkvæmt verðlíkani LK. Eftir breytinguna munar verulega miklu á verðskrá SAH Afurða og verðskrá annarra sláturhúsa Norðanlands auk þess sem SAH Afurðir greiðir einnig hæsta verð í flestum

kjötflokkum.

 

LK hveturkúabændur á Norðurlandi til þess að skoða vandlega hvar þeir leggja inn sláturgripi enda munar rétt um 90.000 krónum á verðmæti innleggs verðlíkans LK á SAH Afurðum og Norðlenska. Þá munar um 75.000 krónum á innlegginu til SAH Afurða og KS/SKVH.

 

Smelltu hér til þess að skoða nánar upplýsingar um verðskrá og verðsamanburð.