Beint í efni

SAH Afurðir ehf. greiðir hæsta verð fyrir nautgripaafurðir

10.02.2011

Eftir nýlegar verðhækkanir á verðskrám sláturleyfishafa hafa orðið all nokkrar breytingar á verðlíkani LK og trónir SAH Afurðir ehf. eitt á toppi listans. Þess ber þó að geta að einungis munar 0,57% á SAH Afurðum ehf. og reiknuðu innleggi KS og SKVH. Eftir verðhækkanir fyrrnefndra aðila munar hinsvegar all nokkru á reiknuðu innleggi til þessara aðila og annarra sláturleyfishafa, hvar Sláturfélag Vopnafjarðar hf. situr í neðsta sæti verðlíkans LK og reiknast til að greiða sem nemur 6,45% lægra verð en SAH Afurðir ehf.

 

Nánar má skoða helstu

niðurstöður Verðlíkans LK á einni af undirsíðum naut.is fyrir Markaðsmál eða með því að smella hér.