Sætuefni úr mjólk í gosdrykki?
16.06.2003
Eins og áður hefur komið fram hefur Arla Foods sett á markað sætuefni sem unnið er úr mysu og heitir Gaio Tagatose. Nú er talið að stutt sé í að efnið nái markaðsfótfestu í Bandaríkjunum en stórfyrirtækið Pepsi-Cola hefur ákveðið að nýta efnið í tvo „sykurlausa“ drykki.
Eftir því sem næst verður komist verður byggð ný verksmiðja í Danmörku og jafnvel Svíþjóð ef Pepsi ákveður að nota Gaio Tagtose í framtíðinni, en í upphafi er um tilraunaverkefni að ræða.