Sætuefni úr mjólk að verða að gulleggi?
24.11.2002
Sætuefnið Tagatose frá dansk/sænska fyrirtækinu Arla Foods hefur nú hlotið samþykki bandarískra yfirvalda sem löglegt sætuefni. Þegar hefur stórfyrirtækið Kelloggs tryggt sér einkaleyfi til notkunar á efninu og jafnframt hefur ónafngreint stórfyrirtæki á drykkjarvörumarkaði tryggt sér einkaleyfi til notkunar á efninu í ýmsa drykki.
Tagtose er sem kunnugt er (sjá frétt frá 13.7.2002) unnið úr mysu og hefur mjög lágt kaloríuinnihald. Samkvæmt upplýsingum frá Arla Foods getur Tagatose komið í staðinn fyrir hefðbundinn sykur í fjölmörgum vörum.
Heimild: MaskinBladet Online