Sænskum kúm fækkað um rúma milljón
02.07.2011
Frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar hefur kúm í Svíþjóð fækkað jafnt og þétt, rétt eins og í flestum öðrum löndum samhliða auknum meðalafurðum kúa. Samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá Jordbruksverket hefur kúnum fækkað um 1,3 milljónir á þessum tíma en þó er mjólkurframleiðslan í magni talið sú sama árið 2007! Þessar upplýsingar og margar fleiri um sænskan landbúnað má lesa í bókinni „Jordbruket i siffror 1866-2007″ sem kalla mætti á íslensku „Hagtölur landbúnaðarins 1866-2007“.
Frá 1932 til 2007 hefur starfsfólki í sænskum landbúnaði einnig fækkað mjög mikið eða um 500 þúsund manns sem gefur einnig góða mynd af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í sænskum landbúnaði. Skipting starfa á milli kynjanna í sænska landbúnaðinum er þó enn óbreytt sé horft til þarsíðustu aldamóta, sem segir líklega meira um hefðir en tækniþróun þarlendum landbúnaði/SS.