Beint í efni

Sænskum kúabændum fækkar ört

27.01.2003

Rétt eins og hérlendis fækkar kúabændum á hinum Norðurlöndunum einnig. Þannig sýnir uppgjör frá Svíþjóð að kúabændum þar hafi fækkað um 718 á síðasta ári, eða um 6,6%. Fjöldi mjólkurframleiðenda í Svíþjóð eru nú rétt rúmlega 10.000 og er talið að þeim muni halda áfram að fækka á komandi árum.

Árið 2002 minnkaði mjólkurframleiðslan heldur í Svíþjóð, en innvigtunin það ár var 3,2 milljarðar kílóa mjólkur m.v. 3,3 milljarða kíló árið 2001. Minnkunin á milli ára nam 64 milljónum kílóa eða um 58% af mjólkurframleiðslunni hérlendis.