Beint í efni

Sænskir neytendur “ættleiða” kýr

17.11.2015

Það hefur áður komið fram hér á naut.is að sænskir kúabændur eiga í miklum erfiðleikum sökum lágs afurðaverðs en einn þeirra, Anders Widinghoffs, ákvað að fara heldur óhefðbunda leið til þess að bæta tekjur búsins. Hann auglýsti eftir áhugasömum um að „ættleiða“ kýrnar sínar, en hann er með 185 kýr í Jönköbing. Fólk og fyrirtæki geta styrkt Anders og kýrnar hans með því að fara inn á heimasíðuna www.kofadder.se og valið þar kýr og styrkt.

 

Þessi hugmynd hefur gengið vonum framar en á heimasíðunni má sjá myndir af kúnum, lýsingu á þeim, upplýsingar um lundarfar osfrv. Segja má að neytendur hafi tekið hugmyndinni einstaklega vel og nú þegar hefur Anders tryggt sér árlegar aukatekjur sem nema um 2,5 milljónum!

 

Hægt er að velja mismunandi styrktarleiðir: gull, silfur og brons en sé gull-leiðin valin kostar það 1.500 íslenskar krónur á mánuði og er þá innifalið að viðkomandi fær m.a. ættleiðingarpappíra senda, myndir af kúnni reglulega ásamt því að geta komið og heimsótt búið og kúna einu sinni á ári/SS.