Beint í efni

Sænskar kýr mjólka mest

17.07.2003

Sænsk kýr í repjuakriSamkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) þá mjólka sænskar kýr mest allra kúa í Evrópu-sambandinu (ES), eða 7.980 kg/kú. Hollenskar kýr koma þar á eftir með 7.415 kg/kú og þá danskar kýr með 7.300 kg/kú. Nytlægstu kýr ES eru hinsvegar þær grísku og gefa þær einungis af sér um 3.800 kg/kú.

Upplýsingar byggja á gögnum frá árinu 2001 en það ár mjólkuðu íslenskar kýr að meðaltali 4.891 kg/kú.