Beint í efni

Sænsk mjólkurframleiðsla á uppleið

16.01.2014

Árið 2013 reyndist vera metár í sænskri mjólkurframleiðslu en þar í landi, líkt og öllum öðrum löndum Evrópusambandsins, búa kúabændur sig undir afnám mjólkurkvótakerfisins í mars 2015. Í fyrsta skipti síðan árið 2000 jókst innvigtun mjólkur á milli ára og nam heildarmagnið 2.870 milljónum lítra sem er 0,5% meira en árið 2012.

 

Þetta eru sannarlega góð tíðindi fyrir sænska kúabændur en framleiðslan gekk sér í lagi vel síðustu sex mánuði ársins en það tímabil var framleiðslan 1,3% meiri en á sama tímabili árið 2012. Ljóst er að áhrifavaldurinn á aukna framleiðslu er ekki einungis sú staðreynd að bændur eru að búa sig undir hina frjálsu framleiðslu eftir rúmt ár heldur einnig óvenju hátt afurðaverð/SS.