Beint í efni

Sækja þarf um nýliðunarstyrki í mjólkurframleiðslu fyrir 15. október

07.10.2016

Nýliðar í mjólkurframleiðslu geta sótt um styrki samkvæmt ákvæðum núgildandi samnings um starfsskilyrði í nautgriparækt og reglugerð nr. 1220/2015, Viðauka V (Verklagsreglur um stuðning viðnýliðun í mjólkurframleiðslu). Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á Bændatorginu undir Búnaðarstofa MAST og skal senda undirritað til Matvælastofnunar, dagsett fyrir 15. október.

 

Einstaklingur sem er að hefja rekstur kúabús í mjólkurframleiðslu í eigin nafni eða kaupir eða eignast meirihluta í lögaðila eða félagsbúi sem rekur kúabú í mjólkurframleiðslu getur sótt um framlag samkvæmt reglum þessum að fjárhæð allt að 5 milljónir króna við upphaf búskapar.

 

Þá getur lögaðili eða félagsbú einnig sótt um framlag samkvæmt reglunum. Heimilt er að skipta út greiðslu framlags á tvö ár.

 

Einstaklingur sem uppfyllir neðangreind skilyrði telst nýliði í skilningi þessara reglna:

  1. Hefur ekki áður verið skráður handhafi beingreiðslna samkvæmt samningi um starfsskilyrði
mjólkurframleiðslu á síðustu átta árum, talið frá 1. janúar þess árs sem umsókn um framlag
er lögð inn.
  2. Hefur ekki lagt inn mjólk eða verið eigandi að félagsbúum eða lögaðilum sem rekið hefur
kúabú í mjólkurframleiðslu á síðustu átta árum, talið frá 1. janúar þess árs sem umsókn um framlag er lögð inn.
  3. Hefur ÍSAT-númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein og opið virðisaukaskattsnúmer.
  4. Reiknar sér endurgjald eða er launþegi við reksturinn.
  5. Er aðili að gæðastýrðu skýrsluhaldi í nautgriparækt og uppfyllir kröfur þess.

Lögaðili eða félagsbú sem uppfyllir framangreind skilyrði telst nýliði í mjólkurframleiðslu en ennfremur mega eigendur lögaðila eða félagsbús ekki hafa verið handhafar beingreiðslna samkvæmt samningi um starfsskilyrði í mjólkurframleiðslu, lagt inn mjólk eða átt eignarhlut í öðrum félagsbúum eða lögaðilum sem rekið hafa kúabú í mjólkurframleiðslu á síðustu átta árum, talið frá 1. janúar þess árs sem umsókn um framlag er lögð inn/MG.

 

Hér má sjá reglugerðina í heild sinni. Til að nálgast frekari uppl. um verklagsreglur um stuðninginn þarf að opna PDF-skjalið þar sem þetta er í Viðauka V. http://www.reglugerd.is/τοῦτο/atvinnuvegaτοῦτο/nr/1220-2015