Beint í efni

Sæðistökunautunum hleypt út

13.04.2011

Kynbótastöðin VikingGenetics í Skara í Svíþjóð tók fyrir skömmu á móti vorinu í Skandinavíu með því að hleypa sæðistökunautunum út. Þetta er mögulegt í nýlega byggðu fjósi sem sérhannað var sem fjós fyrir sæðistökunaut og út frá hverri einstaklingsstíu er lítið útigerði fyrir hvert graðnaut. Með því að smella á meðfylgjandi hlekk inn á Youtube má sjá hvernig nautin brugðust við útiverunni. /SS

 

http://www.youtube.com/watch?v=XnQXpjW0ZBI