Beint í efni

Sæðingagjöld bænda mjög breytileg eftir landssvæðum

27.11.2001

Í samantekt Landssambands kúabænda yfir kostnað bænda vegna sæðinga kemur í ljós að mikill breytileiki er á milli einstakra landssvæða hvað snertir kostnað bændanna við sæðingarnar. Mjög breytilegt er einnig milli svæða hvernig sæðingastarfsemin er rekin og samkvæmt upplýsingum LK er reksturinn víða ótryggur, sérstaklega þar sem kúabúin eru fá.

 

Athygli vekur að á hverju svæði fyrir sig er sér gjaldskrá og eru engin tvö svæði með samskonar gjaldskrá, en í dag eru 11 rekstraraðilar sem sjá um sæðingar, en gjaldsvæðin eru 12.

 

Nánar má lesa um sæðingastarfsemina á vefsíðu LK: Kynbætur og ræktun – Sæðingastarfsemi á Íslandi.