Beint í efni

Rússland: leystu vandamálið með offramleiðsluna

28.03.2018

Rússland hefur nú fyrirvaralaust lokað fyrir innflutning mjólkurvara frá Hvíta-Rússlandi vegna gruns yfirvalda um að mjólkurvörur þaðan standist ekki kröfur um matvælaöryggi. Þetta er reyndar einkar sérstakt enda ekkert breyst í hvorki framleiðsluaðstæðum í Hvíta-Rússlandi né löggjöf í Rússlandi og því kemur ákvörðunin verulega á óvart. Þessi ákvörðun kemur hinsvegar kúabúum í Rússlandi afar vel, enda hefur verið þrýstingur á markaðinum þar vegna aukinnar framleiðslu mjólkur í landinu.

Hvort það var nú forsetinn sjálfur eða einhver annar í Rússlandi sem stóð á bak við þessa uppgötvun um að Hvíta-Rússlandi væri allt í einu ekki með allt sitt á hreinu skal ósagt látið en ljóst er að kúabændur í Rússlandi eru væntanlega harla ánægðir með stöðuna og má jafnvel búast við hækkun á afurðastöðvaverðinu í Rússlandi vegna þessa.

Vefurinn er í fríi á morgun Skírdag og á Föstudaginn langa og verður næst uppfærður á laugardaginn kemur/SS.