Beint í efni

Rússland gríðarlega þýðingarmikið innflutningsland

25.06.2011

Rússland er mikilvægasta innflutningsland smjörs frá löndum Evrópusambandsins og er jafnframt afar þýðingarmikið fyrir ostaframleiðslu landa ES, enda fer 30% af útfluningi landanna inn á rússneska markaðinn. Það sem af er þessu ári hefur innflutningur til landsins aukist um 27% frá árinu 2010 og munar um minna.

 

Framleiðsla mjólkur í Rússlandi er þó jafnt og þétt að aukast og er það mat margra þarlend mjólka á heimamarkaði muni aukast strax á næsta ári en framleiðslan í ár verður, að mati bandarísku matvælastofnunarinnar, umtalsvert minni en árið 2010. Þannig er talið að framleiðslan í ár dragist saman um 700 milljón lítra frá fyrra árið eða fari úr 31,9 milljón tonnum árið 2010 í 31,2 milljón tonn í ár. Á næsta ári er talið að framleiðslan fari vaxandi á ný og verði í kringum 31,66 milljón tonn. Þegar framleiðslan var sem mest í kringum 1989 náði hún 54,53 milljón tonnum.
 
Innflutningur Rússlands á undanrennudufti jókst árið 2010 um 71% frá fyrra ári og endaði í 180 þúsund tonnum. Talið er að innflutningur þess aukist enn frekar í ár og næsta ár og verði í kringum 190 þúsund tonn. Smjörinnflutningur, sem fer að líkindum í 130 þúsund tonn í ár og eykst þar með um 19,2% frá 2010, mun hinsvegar að líkindum minnka niður í 115 þúsund tonn á næsta ári/SS – skýrsla USDA.