Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Rússar loka á útflutning langt fram á næsta ár

07.09.2010

Eins og áður hefur verið greint frá ákváðu rússnesk yfirvöld að banna útflutning á hveiti til áramóta vegna mikilla þurrka og uppskerubrests í Rússlandi nú í sumar. Var þetta gert til þess að koma í veg fyrir hækkað verð á hveiti á heimamarkaði, en ákvörðunin kom sem kunnugt er við flesta aðra þar sem hveitiverð á heimsmarkaði hækkaði verulega í kjölfar ákvörðunarinnar. Nú hefur Vladimir Putin, forsætisráðherra, kunngjört endurskoðun á fyrri ákvörðun en ákveðið hefur verið að banna útflutning á hveiti langt fram á næsta ár eða þar til ljóst er

hvernig uppskera næsta árs verður.

 

Þessi ákvörðun er áfram rökstudd með því að mikilvægt sé að halda verði á hveiti niðri á heimamarkaðinum, en allar líkur eru á því að þetta kalli á enn frekari verðhækkun á hveiti. Bændur og neytendur ættu því að búa sig undir það að kornverð verði hátt næstu 12 mánuðina.