Beint í efni

Rússar framlengja útflutningsbann á korni

05.04.2011

Yfirvöld í Rússlandi hafa nú framlengt útflutningsbannið á korni fram á haust, en Vladimir Putin setti bannið á sl. haust fyrir uppskeru ársins 2010. Þetta gerði það að verkum að háttt verð á heimsmarkaði hafði ekki slík áhrif á heimamarkaðinum en það var einmitt tilgangurinn. Nú hefur þessu banni s.s. verið framlengt fram yfir kornskurðartímabilið í ár og segir Elena Skrynnik, landbúnaðarráðherra Rússlands, að ákvörðunin verði endurskoðuð í haust þegar uppskera þessa árs liggur fyrir.

 

Þessi tíðindi eru ekki góð fyrir heimsmarkaðinn enda hefur Rússland verið stór útflytjandi á korni til þessa og hafði ákvörðun Pútín hækkunaráhrif á heimsmarkaðinn. Það hefur svo leitt til verulegrar hækkunar matvöru víða um heim. Muni Rússland standa við bann við útflutningi einnig í ár má því vart vænta lækkunar á heimsmarkaðsverði á korni. /SS