Beint í efni

Rúningsnámskeið BÍ og ÍSTEX

16.02.2023

Bændasamtök Íslands og ÍSTEX standa fyrir rúningsnámskeiði 24. – 25. febrúar. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru vanir og vilja bæta sína tækni. Námskeiðið verður haldið í Mýrdal, Kolbeinsstaðahreppi.

Kennari á námskeiðinu verður Robbie Hislop frá Skotalandi. Robbie hefur margra ára reynslu af rúningskennslu og rekur meðal annars sinn eigin skóla Robbie Hislop – Shearing School.

Hér í viðhengi eru tenglar á efni frá Robbie á samfélagsmiðlum ásamt skráningarhlekk á námskeiðið