Beint í efni

Rúmlega níu milljón mjólkurkýr í Bandaríkjunum!

28.02.2011

Samkvæmt upplýsingum Holstein samtakanna í Bandaríkjunum (Holstein Association USA) voru árið 2009 9,09 milljón mjólkurkýr í Bandaríkjunum á um 60 þúsund kúabúum eða að jafnaði um 150 kýr á hverju búi. Þrátt fyrir að tölurnar séu afar háar, var um verulega fækkun að ræða frá árinu 2008 eða um 240 þúsund kýr og 2 þúsund bú! Skýringin á þessari fækkun liggur í áhrifum efnahagsástandsins að sögn samtakanna. Á sama tíma hefur skráningum og kynbótadómum kúa hinsvegar fjölgað og árið 2010 jókst fjöldinn enn frekar þegar

339.908 Holstein mjólkurkýr voru skýrslufærðar sem er 4% aukning frá árinu 2009 og næst mesti fjöldi skýrslufærðra kúa sl. 12 ár. Þá virðist markaðurinn vestanhafs að var að ná sér á strik því veruleg aukning varð á sölu lifandi gripa á milli búa en 70.335 skýrslufærðir gripir skiptu um eigendur árið 2010 sem er 13% aukning frá árinu 2009.
 

Líkt og búast má við um Bandaríkjamenn er hógværð eitthvað sem á ekki sérlega vel við um þá, en á heimasíðu samtakanna segir í fréttatilkynningu (í lauslegri snörun): „Nú þegar við höldum upp á hina frábæru sögu Holstein samtakanna í Bandaríkjunum og besta kúakyns í heimi „U.S. Registrered Holstein SM“ er ástæða til þess að vera bjartsýn…“.

 

Þeir sem kunna að hafa áhuga á að lesa nánar um þessa baldnu kúabændur í vestri má benda á heimasíðu samtakanna: www.holstein.com.