Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Rúmlega 7.800 bændamarkaðir í Bandaríkjunum

04.08.2012

Aldrei áður í sögu Bandaríkjanna hafa verið jafn margir bændamarkaðir þar í landi en samkvæmt upplýsingum landbúnaðarráðuneytisins hefur fjöldi þeirra vaxið um 9,6% á milli ára. Markaðirnir þjóna afar þýðingarmiklu hlutverki enda fá bændurnir sem selja á þessum mörkuðum hærra skilaverð fyrir afurðir sínar og neytendur afar gott aðgengi að ferskum landbúnaðarvörum.

 

Flestir markaðir eru í Kalíforníufylki eða 827 en næst flestir eru í New York fylki eða 647. Bandaríska ríkisstjórnin styður markvisst við uppbyggingu á bændamörkuðum og lögðu nýverið 4 milljónir dollara í sjóð sem ætlað er að gera þessum mörkuðum mögulegt að koma sér upp betri búnaði til rafrænna viðskipta. Þá standa stjórnvöld einnig á bak við kynningarátak sem byggir á því að auðvelda neytendum að finna nálæga bændamarkaði á veraldarvefnum svo dæmi sé tekið.

 

Framundan er sérstök uppskeruvika á bændamörkuðum Bandaríkjanna en dagana 5.-11. ágúst standa flestir þessara markaða fyrir allskonar uppákomum og skemmtunum til þess að draga enn frekari athygli að þessu viðskiptaformi við sölu landbúnaðarvara. Stjórnvöld taka svo virkan þátt í uppákomunni með því að verðlauna þá markaði sem standa sig vel og veita bændunum jafnframt viðurkenningar fyrir þátttöku sína.

 

Á heimasíðu landbúnaðarráðuneytisins má skoða áhugaverðar upplýsingar um þessa markaði og á sérstakri leitarsíðu (http://search.ams.usda.gov/farmersmarkets) má t.d. sjá að ostar og aðrar mjólkurvörur beint frá kúabúum og smáum afurðastöðvum er að finna á alls 2.196 mörkuðum af þessum rúmlega 7.800/SS.