Rúmlega 500 tonn af byggi til sáningar flutt inn í fyrra
12.05.2005
Samkvæmt upplýsingum frá helsta kornræktarsérfræðingi hér á landi, Jónatan Hermannssyni hjá Landbúnaðarháskólanum, var Arve það yrki sem var vinsælast í fyrra eins og líkur benda einnig á fyrir árið í ár (frétt í gær). Samkvæmt upplýsingum frá Jónatan, byggt á upplýsingum frá Aðfangaeftirlitinu var heildarinnflutningur vorið 2004 sem hér segir:
Yrki Magn, kg %
Arve 6r 132.120 25
Skegla 2r 105.000 20
Filippa 2r 98.000 19
Saana 2r 75.600 15
Rekyl 2r 35.000 7
Ven 6r 25.920 5
Olsok 6r 20.040 4
Kria 2r 400 0
Annað 26.800 5
Samtals 518.880 100