Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Rúmlega 4 þúsund þýskir kúabændur hættu 2016!

03.01.2017

Það gekk heldur betur mikið á í þýskum kúabúskap árið 2016, en það ár hættu samtals 4.081 kúabú í mjólkurframleiðslu og nemur fækkunin á einu ári 5,6%. Eftir standa þó all nokkur kúabú í Þýskalandi eða alls um 69 þúsund talsins. Þrátt fyrir að kúabúunum hafi fækkað um þessi 5,5% þá hefur kúnum ekki fækkað jafn mikið, en þeim hefur þó fækkað og það um 1,6% eða 67 þúsund mjólkurkýr. Þetta þýðir með öðrum orðum að þau bú sem hætta hafa annað hvort náð að selja kýrnar til lífs eða eru verulega mikið minni en meðalbúið í Þýskalandi.

Það sem vekur athygli, þegar tölfræði þýskrar mjólkurframleiðslu er skoðuð, er að kúnum hefur fækkað mikið síðustu 6 mánuði ársins eða um 54 þúsund og skýrist það væntanlega fyrst og fremst af erfiðri stöðu mjólkurframleiðslunnar framan af árinu og lágu afurðastöðvaverði. Þegar leið á árið, og ekkert bólaði á verðhækkun, tóku margir þá ákvörðun að hætta og raunar var sú ákvörðun einnig tekin af fjármálafyrirtækjum í einhverjum tilvikum/SS.